18 maí 2006

Eins og ég sagði

í þessu bloggi hér þann 19. febrúar síðastliðinn þá var Evrópa ekki að skilja þennan húmor hjá Silvíu Nótt. Ekkert flóknara en það að fólki fannst þetta ekki fyndið. Það var púað á hana þegar hún steig á sviðið og það var púað þegar hún steig af sviðinu.
Til að toppa þetta allt saman þá söng hún þetta vægast sagt ekki vel. Alls ekki eins og maður hefur heyrt hana syngja þetta. En það má víst ekki tala um það.
Svipað og þegar Jónsi söng hérna um árið. Hann var eins og fífl á sviðinu eða m.ö.o. hann söng illa. Enginn sagði neitt. Bara skandall og ég veit ekki hvað.
Annars ætla ég ekki að eyða mörgum orðum í júróvísjon því ég hef ekki gaman af þessari keppni. Langaði bara að benda á þessi orð mín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli