21 maí 2006

Embla

Embla er fallegt nafn. Kemur úr goðafræðinni. Það eru til dömur sem heita Embla, meir að segja 135 dömur og 60 sem heita Embla sem 2. nafn. Hundurinn hans Björns Hákons heitir líka Embla ef ég man rétt.

Svo er líka til leitarvél sem heitir embla. Þessi leitarvél er á mbl.is. Jamm hún heitir embla með litlu e. Ef þið voruð ekki búin að taka eftir því þá er þetta E-mbl-A. Skiljið? mbl í miðjunni!!! Sniðugt.

Þegar maður les fréttir á mbl.is þá eru alltaf svona tillögur að leitarorðum á emblu. Kallast "tengdar vefleitir".
Stundum eru þessar "tengdu vefleitir" alveg út úr kú finnst mér.

Til dæmis valdi ég af handahófi frétt með fyrirsögninni "Ekkert lát á blóðbaðinu í Írak" og þá eru "tengdar vefleitir" í emblu eftirfarandi: "Blessun, Bagdad, Írak, Þing, Ríkisstjórn, Blóðbað"

Annað dæmi, þá valdi ég fyrirsögnina "Afganar í hungurverkfalli fjarlægðir úr dómkirkju"
og "tengdar vefleitir" voru eftirfarandi: "Sjálfsmorð, Írland, lögregla, heili, krafa, kirkja, innflytjandi, írska, hæli, landvistarleyfi, hungurverkfall, dómkirkja".
Heili!!! Hvað kemur heili þessu við? Jú þegar maður les greinina kemur það á daginn að þeir höfðu verið í hungurverkfalli í HEILA viku:)

Ef maður fer beint á embluna þá er þetta bara svipað og aðrar leitarvélar. Undirfyrirsögnin er "leitarvél sem kann Íslensku". Rétt fyrir neðan eru leitarráð. Þar stendur að maður eigi að nota OR til að finna síður sem innihalda eitthvað leitarorð (pizza OR kjúklingabitar).
Hún er ekki íslenskari en þetta greyið.

Annar er þetta barasta fínasta leitarvél. Ætla alls ekki að draga neitt úr því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli