14 maí 2006

Þá er það búið

Prófunum er lokið. Skál fyrir því. Samt ekki strax því það er leikur á morgun. Ætli það verði ekki skálað í júní e-n. Kemur í ljós.

Annars lenti ég í skrítnu atviki í dag.
Málið var að ég var að græja hjólið mitt í dag. Hjólið sem ég keypti um daginn á uppboði. Smyrja, pumpa og græja hitt og þetta. Var upp í Vélaveri. Þegar hjólið var klárt ákvað ég að hjóla prufukeyrslu heim í Grafarvoginn til mömmu og þeirra.
Allt í lagi með það, fínir stígar og mér fannst á tímabili sem ég næði sambandi við náttúruna. Leið bara eins og ég væri kominn út í sveit.
Í miðjum reiðtúrnum þá fannst mér ég heyra kallað "Andri". Þetta var röddin hans Pálma Rafns. Nú er ég orðinn klikkaður hugsaði ég. Einn einhverstaðar í rassgati ekki hræðu neinstaðar að sjá (eins og í laginu) og Pálmi Rafn að kalla á mig!!!
Ég hjólaði bara áfram og svona mínútu síðar þá heyri ég aftur kallað. Aftur var það Pálmi Rafn. Þetta er óskiljanlegt hugsaði ég. Svo datt mér eitt í hug.
Tók upp símann og viti menn þá hafði Pálmi hringt og ég einhvernveginn svarað án þess að vita af því. Til að toppa þetta hafði ég sett "speaker" á símann þannig að það heyrðist mjög hátt.
"Blessaður" sagði ég.
"Hvað ertu eiginlega að gera?" spyr Pálmi
"Nú auðvitað að hjóla"............

Þetta kennir okkur það að oftar en ekki þá eiga hlutirnir sér skýringu. Næst þegar þið heyrið í draugi eða eitthvað álíka athugið hvort það sé einhver á hinni línunni;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli