21 júní 2006

framhald...

Ég gæti líka tuðað yfir því að allt bendi til þess að olíufélögin stundi svokallað verðsamráð. Sama og þau voru dæmd fyrir, fyrir nokkrum árum síðan. Núna er málið að veltast um einhverstaðar, sagan segir að það sé einn maður að vinna í málinu. Þetta þýðir væntanlega að það verður aldrei neitt úr þessu máli. Það fyrnist bara. Núna hafa mennirnir hjá þessum félögum væntanlega vit á því að eyða tölvupóstinum sínum eftir að hafa skoðað hann þannig að það verður væntanlega eitthvað lítið sem hægt er að hanka þá á næst.

Ég gæti tuðað yfir Bush og félögum í Bandaríkjunum. Nenni því bara ekki.

Held að ég ljúki þessari færslu á því að lýsa yfir ánægju minni með að HM skuli vera í gangi. Það er ólýsanlega magnað að hafa 3 leiki á dag í sjónvarpinu. Bara verst hvað maður missir af mörgum leikjum sökum vinnu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli