21 júní 2006

held að þetta sé að takast

Þá er óformlegu sumarfríi mínu sem bloggari lokið. Maður hefur ekki verið mjög duglegur að skrifa síðustu vikur. Það er aðallega sökum þess hve lítið ég hef haft að gera! Já, lítið. Frá því ég kláraði prófin þá var ég bara að leita mér af vinnu og hangsa eitthvað. Ég fékk enga vinnu sem var mjög spenntur fyrir. Mig langaði að fara að vinna við bókhald, til dæmis á einhverri skrifstofu. Það gekk ekki.
Svo var ég bara búinn að sitja á bekknum hjá Val og var ekki að sjá fram á að fá að spila neitt af viti. Þannig að ég skellti mér bara norður til Húsavíkur. Fékk fína vinnu og spila fótbolta með Völsungi.
En ég nenni ekki að ræða þetta neitt nánar. Það vita þetta eflaust allir sem lesa þetta blogg. Ef þetta er nýtt fyrir einhverjum þá er sá hinn sami ekki að fylgjast nógu vel með:)

Jæja, best að hætta þessu nöldri og fara að tuða yfir einhverju.
Ég gæti tuðað yfir því hvað Framsóknarflokkurinn (heitir vís Ex-bé í borginni) er búinn að drulla upp á bak. Dóri hættur og ætlar ekki að fara í Seðlabankann. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það ekki gerast. Framsóknarmenn grófu upp einhvern gaur sem enginn veit hver er, Jón Sigurðsson ef ég man rétt, þó ekki kallinn sem er á rauðu seðlunum, sem þó strangt til tekið Jón Sigurðsson úr seðlabankanum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi vitleysa endar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli