27 júní 2006

Klórgas

Svona í framhaldi af slysinu mikla sem varð í dag í sundlauginni á Eskifirði þá heyrði ég góða sögu.
Þannig er mál með vexti að fyrir mörgum árum síðan var ónefndur sundlaugavörður að vinna í sundlauginni á Húsavík. Hann var niðrí kjallara að fylla á klórtank þegar hann tók eftir því að tankurinn var farinn að leka. Það voru góð ráð dýr og kallaði hann á Alla Ísfjörð sem var að vinna í kjallaranum og bað hann að halda við kranann á meðan hann skytist aðeins.
Skömmu síðar birtist ónefndi sundlaugavörðurinn með grímu og í eiturefnabúningi. Þá var það ekki svo nauið þó að Alli væri þarna í eiturgufum á meðan kallinn fór og reddaði eigin rassgati!!!

Annars er minna að frétta.
Húsavík er lítill og rólegur staður. Hefur róast ósköp mikið með árunum og er að mínu viti sennilega á hátindi deyfðarinnar (ef það er hægt) þessa dagana.
Það verður þó að líta á björtu hliðarnar því það eru enn þá eftir helgar eins og Mærudagahelgin og verslunarmannahelgin svo fátt eitt sé nefnt...

Að lokum þá langar mig að nöldra aðeins yfir því hvað það er óþolandi að fá rukkun fyrir háskólanáminu. Að þurfa að borga 45 þúsund krónur núna um mánaðarmótin er óþolandi. Enn þá meira að borga þessar 45 þúsund krónur sem innritunargjöld því það vita jú allir að þetta eru bara dulin skólagjöld.
Svona er þetta bara... Það er ekki eintóm sæla að vera námsmaður!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli