16 júlí 2006

Fyrir Önnu

Það var skorað á mig að blogga og ég skorast ekki undan því.
Reyndar var, ef ég man rétt, talað um að ég myndi ekki hafa bloggið hefðbundið þ.e. tuða um einhver þjóðfélagsmál heldur frekar að blogga svona um lífið.

Í gær vaknaði ég kl 10:57 og það fyrsta sem flaug í gegnum huga minn var að það væri te og rist á Fosshótel kl 11. Sem þýddi að ég var orðinn of seinn.
Þetta slapp þó til.

Eftir fundinn fór ég heim og aðeins í tölvuna. Þurfti síðan að mæta kl 12:50 niður í sundlaug. Spiluðum síðan við Sindra frá Höfn í Hornafirði (eða "skipamannvirkið í firðinum þar sem veggirnir mætast" eins og maðurinn sagði).
Unnum sannfærandi 2-1 og ekkert meira um það að segja.

Að leik loknum var komið að golfmóti mfl. kk. Völsungs, þeim árlega atburði.
Það var mjög skemmtilegt eins og alltaf. Ég sigraði 3. árið í röð (ef ég man rétt).
Að golfinu loknu var haldið í Verkalýðs-salinn. Þar var grillað og menn skemmtu sér ve. Jafn vel með áfengi við hönd þeir sem voru í þeim pakkanum.
Um miðnætti fórum við síðan á Gamla Bauk. Þar var ekkert um að vera. Einungis tónlist í græjunum. Það rættist heldur betur úr þessu samt því það var bara allt stappað á Bauknum.

Eftir Baukinn byrjaði ég á að fara í fámennt partý með hinum helmingnum af gengi sem ég er í. Ekkert meira um það að segja. Svo undir morgun fór ég í fjölmennt partý. Þar fékk ég enga ávísun en fékk kaffibolla. Sennilega í fyrsta skiptið sem ég hef fengið mér kaffi í partýi. Það var mun skárra en margt sem ég hef innbyrt í partýum.
Að lokum þegar klukkan var orðin býsna margt þá endaði ég í öðru fámennu partýi, þó fjölmennara partý en það fyrst nefnda.

Í þessu síðasta parýi fékk ég CoCo Pops og las sunnudags morgunblaðið!

Þetta er það helsta frá gærdeginum. Stikklað á stóru. Engin smáatriði. Þeir vita sem vita en hinir vita ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli