24 júlí 2006

Lesið á milli línanna

Ég les nokkuð mikið. Ég les eiginlega allt sem ég kemst yfir að lesa. Er
ekki mjög duglegur að nálgast lesefni og því er ég meira í því að lesa
það sem stendur til boða. Með öðrum orðum þá fer ég ekki mikið á
bókasafnið og verð mér út um bækur heldur les ég frekar dagblöð og
tímarit og les meira og meira beint úr tölvunni þ.e. á internetinu. Ég
hef lært ýmislegt af því að lesa þetta og mikið af minni vitneskju og
kunnáttu kemur úr lestrinum. Til dæmis lærði ég stafsetningu úr
dagblöðum. Einnig áttaði ég mig fljótt á því að allt sem maður les þarf
að skoða með gagnrýni í huga. Það þýðir ekkert að gleypa allt saman
hrátt heldur þarf maður að lesa á milli línanna og leyfa sér stundum
jafnvel að efast.Þá kem ég mér loksins að efninu. Í síðastliðinni viku
var ég að lesa Fréttablaðið eins og ég geri gjarnan og rakst þar á litla
frétt sem vakti áhuga minn. Ég held að fæstir sem flettu í gegnum blaðið
hafi endilega tekið eftir fréttinni og enn þá færri nennt að lesa hana.
Fréttin var svona:

/*Líkamsárás við Mótel Venus*/
/Flytja þurfti mann á sjúkrahús í Reykjavík eftir líkamsárás á Mótel
Venus í Borgarfirði. Ekki er vitað um líðan mannsins en að sögn
lögreglunnar í Borganesi blæddi honum mikið og því var ákveðið að flytja
hann til Reykjavíkur á sjúkrahús/

Það er lítið mál að lesa þessa frétt bara og hugsa "enn ein
líkamsárásin". Mig grunar hins vegar að það liggi meira að baki. Eins og
margir vita þá er Mótel Venus þekktast fyrir að vera "hittingur" fyrir
fólk sem er að taka hliðarskref í sínum samböndum m.ö.o. halda framhjá.
Þannig að mín kenning er sú að þarna hafi einfaldlega e-r gaur komið að
konunni sinni með öðrum og lamið hann í klessu (ég tippa á að viðhaldið
hafi verið slegið. Held að reiðin hafi unnið gredduna). Það er nefnilega
ekkert svo algengt að menn hittist í lobbýi á hóteli og fari að slást...
Þetta er samt bara mín kenning!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli