20 ágúst 2006

Hafið þið tekið eftir því?

Þegar maður "uppgötvar" eitthvað nýtt eða með öðrum orðum tekur eftir einhverju í daglegu lífi sem maður hefur bara einhvern veginn aldrei tekið eftir, þetta gerist stundum hjá mér. Yfirleitt tek ég nokkuð vel eftir umhverfinu og því gerist þetta sjaldan en gerist þó stundum. Til að mynda þá var ég að bíða á rauðu ljósi um daginn og allt í lagi með það, nema hvað að fyrir framan mig var Toyota Prius bíll. Ég fór eitthvað að velta því fyrir mér að ég sæi aldrei svona bíla. Það hlytu bara að vera svona fáir bílar í umferðinni!!!
Viti menn síðan þá (c.a. 2 vikur) hefur ekki liðið sá dagur sem ég hef ekki tekið eftir svona bíl, yfirleitt sé ég nokkra á dag...

Annars er svipað að frétta. Strákurinn er byrjaður í nýrri vinnu sem gengur ágætlega bara. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hérna.
Ég er sem sagt orðinn tækni-nörd og líkar það barasta ágætlega.

Það er helvíti hressandi upptökupróf sem bíður mín á fimmtudag. Tæklum það að sjálfsögðu.

Fleira er ekki í fréttum. Fréttir verða næst lesnar...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli