09 ágúst 2006

Þjóðhátíð

Þá er þessi verslunarmannahelgin afstaðin.
Fór til Eyja á Þjóðhátíð ásamt Birki Vagn. Hittum Hauk Þórðar út í eyjum.
Þetta var glæsileg helgi.
Komum ferskir með þessum Herjólfi um miðjan dag á laugardag.
Byrjuðum á að hitta Georg sem var með herbergi til að leigja okkur. Herbergið var í húsi niðrá bryggju, efri hæð í beitningahúsi. Sjá myndir.
Þar var draugur. Ekki bara venjulegur draugur heldur ærsladraugur. Summir fengu að kynnast honum.
Um kvöldið var haldið í villt partý hjá einhverju liði sem Birkir þekkir úr Kópavogi. Það var stórkostlegt. Eftir það var haldið í dalinn og djammað.
Á sun voru menn misjafnlega þunnir! Fórum í sund og náðum úr okkur mesta skítnum.
Eftir kvöldmat var svo hafist handa við drykkju. Fórum aftur í partý og svo snemma í dalinn því ekki máttum við missa af brekkusöng og öðrum skemmtiatriðum þar.
Svo var hreinlega djammað fram eftir morgni!! Ekkert nema stórkostlega gaman bara...
Var að hlaða inn stórkostlegum myndum. Njótið vel.
Kem væntanlega bráðlega með einhverjar góðar sögur úr eyjum. Það er af nógu að taka.
Myndirnar eru til hægri. ÞJÓÐHÁTÍÐ 2006

Engin ummæli:

Skrifa ummæli