01 ágúst 2006

Leitin mikla

Rakst á skondna og upplýsandi síðu í dag.
Á þessari síðu koma fram 100 vinsælustu leitarorðin sem er slegin inn á www.leit.is sem er íslensk leitarvél.
Það er margt skondið þarna. Mér fannst sérstaklega áhugavert hversu margir slá netslóðir beint inn í leitarvélina frekar en að slá hana bara inn þarna uppi!!

Mér fannst hins vegar fyndnast að í sæti nr 95 var google leitarvélin. Það er svolítið sérstakt að nota leitarvél til að finna leitarvél.
Hvaða leitarvél ætli fólk hafi notað til að komast inn á leit.is???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli