11 september 2006

11.sept

Í dag eru 5 ár. Allir fjölmiðlar að missa sig. Hvernig væri að reyna að kryfja málin og komast að því hvað gerðist? Ég hef lesið heil ósköp af samsæriskenningum um hryðjuverkaárásirnar og er barasta alls ekkert viss um að þetta hafi verið svona eins og við eigum að halda. Nóg um það.
Manst þú hvar þú varst í hádeginu 11.sept 2001? Ég var allavegana að vinna í rækjunni. Skrapp e-ð og snæddi, þegar ég kom til baka var allt að gerast í sjónvarpinu.

Fór í bíó um daginn á myndina United 93. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá fjallar hún um það sem gerðist í fjórðu vélinni þennan dag. Vélin sem hrapaði til jarðar í Pennsylvaníu. Reiknaði alls ekki með neinu meistaraverki. Var reyndar búinn að ákveða að sjá hana ekki því ég var búin að dæma hana fyrir fram. Fékk síðan hint og lét því vaða. Þetta er bara ágætis mynd og alls ekki jafn slæm og ég reiknaði með. Það sem gerði útslagið var að það voru engin svona gígantísk hetju-móment þar sem bandaríski fáninn blakti og allir einhverjar voðalegar hetjur. Gott ef fáninn sást ekki bara einu sinni blakta í myndinni!!!

Annað mál á dagskrá er hversu gríðarleg búbót það er fyrir háskólastúdenta eins og mig sem búa á görðunum að hafa 10/11 búðina á svæðinu. Hversu fáránlega dýr er þessi búð eiginlega? Hverjum datt í hug að gefa leyfi á þessa búð af öllum búðum sem stóðu til boða? Við erum að tala um RIPP OFF á góðri íslensku.
Ok ég átta mig alveg á viðskiptamódelinu og því þarf enginn að benda mér á að opnunartíminn sé lengri og eitthvað þannig. Búð sem er opin lengur er eðlilega með dýrari vörur en lágvöruverslun sem hefur skemmri opnunartíma. En fyrr má nú rota en dauðrota.
Fyrir það fyrsta þá er verðið í 10/11 mjög sambærilegt verðinu í sjoppunum þ.e. Select, Súper og þessum sjoppum sem eru með langan opnunartíma og jafn vel allan sólarhringinn. Nóatún sem er mjög fín verslun með mikið vöruúrval og langan opnunartíma er ódýrari en 10/11 í c.a. 90% tilfella miðað við mína reynslu.

Sem sagt af nöldri dagsins má augljóslega sjá að ef hagur stúdenta hefði orðið fyrir valinu þá væri ekki 10/11 verslun í stúdentagörðum heldur einhver önnur verslun.
Einnig má sjá að hryðjuverkaárásirnar voru á allan hátt skipulögð og framkvæmd af bandaríkjastjórn.

Birt án ábyrgðar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli