16 september 2006

Áfram vitna ég í fjölmiðlana

Það er nú bara ekki hægt annað en að vitna áfram í fjölmiðlana.
Í dag var t.d. frétt í Fréttablaðinu sem sagði okkur frá því að það væri hægt að stunda kynlíf með íslenskum hestum í Danmörku fyrir svo lítið sem 6000 kr skiptið.
Þetta er víst bara ekki ólöglegt í Danmörku.
Spurning hvort að þetta sé ástæðan fyrir því hversu margir íslendingar flytja til Danmerkur? Ég hef einmitt aldrei skilið hvað er svona merkilegt við Danaveldið!!! Hér með óska ég eftir staðfestingu frá öllum sem ég þekki í Danm. hvort þetta hafi hjálpað til við þá ákvörðun að flytjast til baunaveldis.

Mér þykir ótrúlegt að þetta skuli ekki vera bannað þarna hjá baununum. Ég myndi segja að þeir væru aftarlega á merinni hvað þetta varðar!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli