18 september 2006

Missed Call

Síminn hringdi í morgun þegar ég var í tíma. Ég hafði sem betur fer sett á víbrarann. Þetta var eitthvað svona stofnana númer og var ég nokkuð viss um að þetta væri hjá Ogvodafone af því að þetta var vinnusíminn.
Eftir tímann hringdi ég til baka og ætlaði að athuga hvurt erindið hefði verið.
Ég hringi og þá er svarað hjá lögreglunni í Reykjavík!!!
Það kannaðist enginn við að hafa hringt í mig þaðan enda stór stofnun og allt það.
Mig þyrstir hins vegar ómælanlega mikið í að vita hvert erindi þessa símtals var.
Ég er búinn að rifja upp djammið um helgina og það er ekkert þar sem gefur lögreglunni ástæðu til að hringja í mig.
Enda er þetta vinnusíminn og ef einhver ætlar að fletta mér upp þá myndi hann pott þétt hringja í hitt númerið!!!

Þetta á vonandi allt eftir að koma í ljós.
Stay tuned...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli