26 september 2006

Nágrannar

Ég bý í fjölbýlishúsi og hef alltaf gert. Þegar maður býr í fjölbýli þá þarf maður að passa sig á að finna eitthvað í fari nágrannana til að láta fara í taugarnar á sér. Það er tvennt sem ég er búinn að finna sem fer í pirrurnar á mér. Það fyrra er að eiginlega alltaf þegar ég leggst til hvílu (fer í beddann eins og ég myndi segja ef ég hefði verið til sjós) og ligg og er að reyna að sofna þá heyrist svona bank-hljóð. Þá er það einhver af grönnunum sem er að tannbursta sig og þarf endilega að slá tannburstanum í vaskinn þegar hann er búinn að skola hann!!! Hver gerir það eiginlega??? Ég þyrfti að finna þennan einstakling og biðja hann um að sjúga bara vatnið úr eða setja hann bara beint þangað sem hann á að fara án þess að berja vatnið úr honum. Ég gæti líka bara beðið hann um að fara aðeins fyrr að sofa, því að þetta kemur ALLTAF þegar ég ligg í beddanum og bíð eftir að Morfeus grípi mig til sín.
Hitt sem fer í taugarnar á mér er eitthvað annað hljóð sem ég hef ekki náð að skilgreina jafn vel. Þetta er einhverskonar ískur og gæti ég best trúað að það væri verið að láta rúllu- eða rimlagardínur síga niður. Það er mjög erfitt að lýsa hljóðum í bundnu máli og ætla ég þess vegna ekki að reyna það. Þetta er bara leiðinlegt hljóð sem ég heyri á hverju kvöldi. Kosturinn er þó sá að þetta er líklegast ekki sá sami og burstar tennurnar því þetta er líklegast einhver sem fer að sofa á undan mér. Í það minnsta einhver sem dregur fyrir áður en ég fer að sofa!!!


Annars rakst ég á greinarstúf í einhverjum fjölmiðlinum í dag sem var eftirfylgni fréttar frá síðustu viku. Fréttar sem ég skrifaði einmitt um. Samkvæmt fréttinni er Landsamband hestamannafélaga á Íslandi búið að senda beiðni til danska Íslandshestafélagsins um að beita sér fyrir því að Íslensk hross í Danmörku verði leyst úr kynlífsánauð þar ytra. Ég fór að velta því fyrir mér hvort það væri ekki tilvalið að fá sendiherra Íslands í Danmörku til að fara í málið? Við erum jú að tala um Íslensk hross.
Síðast þegar ég skrifaði um þetta þá talaði ég um hesta. Eftir að hafa kynnt mér málin komst ég að því að hestur er karlkyns og hryssa er kvenkyns. Hross er síðan fyrir bæði. Þá fór ég að spá. Með svona dýraníðinga, ætli þeir vilji bara "ríða" (finnst ekki viðeigandi að tala um að sofa hjá) hryssum (þ.e. kvenkyns hrossum)???
Ætli þeim finnist ógeðslegt að "ríða" karlkynshesti? Maður spyr sig...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli