02 september 2006

Það var nú það

Þá er mjög óformlegri "sumar-blogg-lægð" lokið.
Núna er ekki lengur sumar. Það er komið haust. Á haustin verð ég árinu eldri og einnig byrjar skólinn fyrir þá sem eru í skóla.

Mér liggur ótrúlega mikið tuð á hjarta.
Til dæmis gæti ég tuðað heilan helling yfir aksturslagi sumra samborgara minna. Nenni því bara ekki. Ég nenni bara ekki að tuða núna. Miklu frekar að segja frá einhverju skemmtilegu.

Eins og t.d. fór ég í gær á djamm með Valsliðinu. Við byrjuðum á að fara á hestbak í Hafnafirði. Það er þrennt sem stendur upp úr. Fyrir það fyrsta fékk ég gæðing sökum þess að ég var sá eini í liðinu sem átti verðlaunapening fyrir hestamennsku. Ég á einmitt silfur eða brons fyrir fjórgang unglinga. Í annan stað þá var það veðrið. Því lík og önnur eins blíða hefur sennilega aldrei áður látið sjá sig í Hafnaf. áður. Og Atli Sveinn sem var í beljubúning (það var búningakeppni sem Atli sigraði örugglega) í 20° hita. Það þriðja sem einnig stendur lengst upp úr var þegar við vorum að ríða heim á leið, nálguðumst húsin þá var komið svolítið kapp í menn. Ég spurði gædinn hvort það mætti ekki hleypa á skeið svona síðustu metrana og hann sagði að þá myndi allt stóðið gefa í og ég þyrfti að hafa það á samviskunni ef einhverjir dyttu af baki. So be it hugsaði ég (eða ekki) og var því rólegur. Bjössi var hins vegar á því að vera fyrstur í mark og gaf því allt þetta eina hestafl í botn. Vídalín (gæðingurinn minn) var nú ekki á því að vera á eftir einhverri hryssu og gaf allt í botn líka. Ég var í hörku baráttu þegar ég heyrði í Atla fyrir aftan okkur hrópa: "hægið á ykkur strákar", með miklum angistar tón. Ég negldi á bremsuna og hægði á gæðingnum en Bjössi hélt áfram. Atli þeyttist fram úr mér og það næsta sem gerist er að Atli og Bjössi koma nánast jafnir í mark, hestarnir báðir stilltir á AUTO og negla síðan niður til að hlaupa ekki á húsið. Strákarnir hvorugur með beltin spennt þannig að þeir sveifluðust nett yfir hrossin og rúlluðu eftir gangstéttinni heim að hlaði.
Óborganleg upplifun. Ímyndið ykkur bara að sjá belju á hestbaki, á fullu spani hrópandi á hjálp!!!

Við kíktum síðan í bæinn. Ég setti persónulegt met í að fara á marga staði á einu kvöldi. Upp úr stóð þegar ég fór á Hverfis. Eingöngu vegna þess að þar hitti ég manneskju sem ég var ekki búinn að hitta í einhvern tíma. Þessi sama manneskja óskaði eftir því að fá að gista hjá mér um nóttina. Ég varð við þeirri bón að sjálfsögðu:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli