06 september 2006

Viðbúinn hinu óvænta...

Er það hægt? Getur varla verið mjög óvænt ef maður er viðbúinn því...

Allavega þá komu ótrúlegustu gisk eftir síðasta blogg... Get ekki sagt að menn hafi verið volgir. Hvað þá heitir!
Engum datt í hug að giska á karlmann!!! Það var nefnilega þannig að það gisti karlmaður hjá mér á fös. Hann svaf í gestarúminu þannig að menn þurfa ekkert að hafa áhyggjur.
Þessi maður var enginn annar en Baldur "Mýv" Sigurðsson fyrrum "sambýlismaður" minn úr Red house. Það vildi þannig til að við höfðum ekki hisst lengi og var Balli einmitt í vandræðum með gistingu um kvöldið.
Fínt fyrir mig að eiga inni gistingu hjá honum því hann fer vonandi að fara í atvinnumennskuna von bráðar. Ef hann fer ekki til Færeyja eða eitthvað álíka þá er aldrei að vita nema maður kíki á kallinn og þá er gott að eiga inni....

Annars rifjaðist upp fyrir mér þegar ég er að skrifa þetta þegar Baldur og Haddi voru að leggja sig í Red house hérna um árið. Það var suddalegt að koma að því. Nánar um það síðar.

Að lokum þá verð ég að skjóta hérna smá upprifjun. Mjög hnittin saga af atviki sem ég lenti í í skólanum síðasta vetur. Ég skrifaði hana á bloggið á sínum tíma. Það hins vegar eru svo margir sem kannast ekki við að hafa lesið hana. Núna er hægt að bæta úr því. Mæli með því að þið lesið hana....


Sagan er hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli