09 október 2006

Hrafntinna

Hrafntinna er fallegt nafn. Samkvæmt mínum upplýsingum eru 10 einstaklingar sem heita Hrafntinna mest stelpur þó.
Hrafntinna er líka nafn á steintegund sem er óskaplega falleg. Eins og nafnið.
Þetta er sennilega fyrsta steintegundin sem ég veit hvað heitir. Afi minn átti nefnilega svona stóran stein. Man voðalega vel eftir honum.
Ekki það að ég ætli að koma með einhverja steinafræðslu hérna.
Var hins vegar að lesa um nýjustu viðgerðir á Þjóðleikhúsinu. Þeir eru víst að klæða húsið (eða hluta af því) með svona Hrafntinnu. Tóku til þess 50 tonn og fengu sérleyfi hjá ráðuneytum og ég veit ekki hvað og hvað.
Svo er það náttúrulega þannig þegar fjölmiðlar fara að fjalla um málið þá kannast enginn við neitt.
Hrafntinna er fágæt steintegund. Hún er fágæt á landsvísu og heimsvísu eins og segir í fjölmiðlum. Þetta var fræðsluhornið.

Hins vegar var tvennt sem ég hugsaði þegar ég las um þetta.
Fyrir það fyrsta þá Segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða. Það sé ekki til endalaust af Hrafntinnu og hvað eigi til dæmis að gera eftir 50 ár þegar Þjóðleikhúsið fer næstu andlitslyftingu?
Það er alveg rétt hjá henni. Hvað þá eftir 700 ár? Þá verður pottþétt öll Hrafntinnan horfin...
Hitt sem ég hugsaði var að einhvernveginn þá minnir mig að menn hafi verið að dytta að Þjóðleikhúsinu þegar Árni "iceland" Johnsen lenti í atvikinu hérna um árið.

Möguleikarnir í stöðunni eru þeir að mig misminni(ólíklegt), að jaxlarnir séu enn þá að laga Þjóðleikhúsið (sem gerir þá þetta með 50 ára frestinn ólíklegt) eða þá að þeir séu aftur að laga Þjóðleikhúsið því Árni Iceland stal öllu efninu.
Hafa menn athugað hvort það séu Hrafntinnu-fjöll í Vestmannaeyjum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli