30 október 2006

Hvernig líður þér?

Nú er sá tími kominn þar sem nemar í sálfræði við Háskóla Íslands mæta í fyrirlestra og á þá staði þar sem fólk safnast saman til að læra og leggja fyrir fólk spurningalista. Þetta er að mínu mati eitt það leiðinlegasta sem ég geri. Þó svara ég alltaf eins samviskusamlega og ég get, einfaldlega til að leggja mitt af mörkum.
Hins vegar fer ég alltaf að velta því fyrir mér hvort námið sé jafn leiðinlegt og þessar kannanir?
Kannanirnar ganga yfirleitt alltaf út á að spyrja fólk út í líðan þess. Oftar en ekki eru spurningarnar svona c.a. "hvernig líður þér?" og svarmöguleikarnir eru "illa, mjög illa, hrikalega illa, sjálfsmorð eða algjör dauði". Það vantar alveg að manni geti bara liðið svona skítsæmilega kannski.
Var að enda við að svara einni svona. 20 orð og ég átti að krossa við einn af fimm möguleikum. Möguleikarnir voru "lítið, nokkuð, meðal, mikið og mjög mikið" svona c.a.
og það var sem sagt verið að spyrja um líðan síðustu vikna eða eitthvað þannig.
Meðal orðanna sem ég þurfti að dæma um voru: óvinveittur, virkur, óttasleginn, eftirvæntingafullur, vökull og innblásinn.
Ég fattaði það bara að ég hef barasta ekki minnstu hugmynd um hversu óvinveittur ég er! Það sem meira er að ég skil bara ekki þessa spurningu.
Vökull er ég ekki mjög, ég er meira svona sofull. Alltaf þreyttur á þessum árstíma.
Innblásinn! Hef bara ekki minnstu hugmynd. Myndi halda að ég væri bara alls ekkert innblásinn. Í mínum huga tengist þetta bara einhverri sköpun á list og slíku dæmi. Ég hef aldrei skapað neina list (þó svo að eg hafi gefið það í skyn fyrir 2-3 bloggum síðan). Spurning hvort það teljist ekki vera innblástur þegar það kemur eitthvað sálfræði-flón og leggur fyrir mig svona heimskulegan spurningalista og ég fer strax í að skrifa um hversu heimskulegt mér þykir þetta. Það hlýtur að vera innblástur. Og ég sem krossaði við að ég væri lítið innblásinn!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli