05 október 2006

Hvernig stendur á þessu?

Núna bý ég einn.
Það þýðir að ég rusla til og laga til eftir sjálfan mig.
Þarf ekki að laga til eftir aðra.
Ég þvæ líka þvottinn minn sjálfur. Bara ég. Enginn annar.
Eitt sem ég skil ekki.
Þegar ég tek þvottinn minn og er að brjóta hann saman, af hverju gengur alltaf einn sokkur af?
Ég fer úr sokkunum mínum, hendi þeim í "óhreinatauskörfuna" mína, set þetta sjálfur í þvottavél (ekki mína samt), tek þetta sjálfur úr þvottavélinni og set í þurrkarann. Tek sjálfur úr þurrkaranum og set aftur í körfuna. Fer með þetta í íbúðina mína og brýt þetta saman. Samt sem áður er það undantekning ef það gengur ekki einn sokkur af eða jafn vel tveir (þá eru þeir að sjálfsögðu í sitthvorum litnum eins og þið hafið væntanlega getið ykkur til um).
Getur einhver sagt mér hvernig stendur á þessu? Hvar í ferlinu týnist þessi eini sokkur? Reyndar er ég alltaf fátækur af sokkum alveg sama þó ég kaupi 20 ný pör reglulega, þannig að kannski týni ég alltaf bara oddatölu af sokkum.
Svar óskast.


ps ég er kominn með fullan skáp af stökum sokkum!!!!!!!!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli