16 október 2006

Sorg og sút

Mitt litla hjarta fylltist sorg og sút (sem er reyndar það sama) þegar ég horfði á kvöldfréttirnar. Í sjónvarpsfréttum kvöldsins, bæði á Rúv og NFS, var sýnt þegar fullorðnir menn, á launum hjá íslenska ríkinu, fóru í hermannaleik undir því yfirskyni að þeir væru að æfa sig.
"Til að vera við öllu búnir" sagði aðmírállinn.
Þeir voru nefnilega að æfa inngöngu í húsnæði þar sem hryðjuverkamenn voru að búa til heimatilbúnar sprengjur.
Samkvæmt mínum heimildum var um að ræða hinar alræmdu lyftidufts-sprengjur sem margir kannast við að hafa gert í æsku.

Ég bara verð að viðurkenna að ég varð sorgmæddur þegar ég sá þetta.
ER VIRKILEGA EKKERT ÞARFARA VIÐ PENINGANA AÐ GERA?
Ég bara sé mig knúinn til að spyrja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli