24 október 2006

Staðreyndir og tja... Ekki staðreyndir!!!

Er ekki til eitthvað andheiti við orðið "staðreynd"? Þetta er jú ekki staðreynd. Það hljómar ekkert flott.
Annars verður þessi færsla í formi staðreynda og "óstaðreynda".

Staðreynd. Ég hef lokið fyrsta prófinu á þessari önn. Það var lögfræðin sem var fyrst. Spennandi dagar fram undan að bíða einkunna.

Staðreynd. Í dag upplifði ég þá viðurstyggilegustu upplifun sem um getur í mínu lífi. Þó hef ég upplifað til dæmis þetta .
Ekkert meira um það að segja í bili. Þarf að jafna mig áður en ég get tjáð mig opinberlega.

Staðreynd. Ég kem, ótrúlegt en satt, til með að skána aðeins í "smettinu". Kappinn er að fara í aðgerð. Félagi Hannes ætlar að lappa aðeins upp á nefið mitt. Verð óvígur næstu helgi sökum þess. Jafn vel lengur. Stefni á að birta svona fyrir - eftir myndir. Jafnvel "á meðan" myndir líka, þ.e. á meðan ég er þrútinn eins og Rúdolf í framan.

Staðreynd. Fór í kvikmyndahús í gær. Það var fínt. Sá Mýrina. Sæmilegasta ræma bara.

Staðreynd. Fyrsta sem ég sá í morgun þegar ég fór út í bíl var rauður miði á glugganum. Boðun í skoðun 3. árið í röð!!! Geri aðrir betur. Alltaf verð ég jafn pirraður og hneykslaður. Hefur lögreglan virkilega ekkert skárra að gera en að atast í mér? Það ganga lausir morðingjar og nauðgarar og á meðan eru þeir að kreista út úr mér pening eins og þeir hafi ekkert skárra að gera!!!

Ég nenni ekki að skrifa neinar "óstaðreyndir". Það er eitthvað svo asnalegt að skrifa eitthvað sem er ekki staðreynd. Þarna er ég kannski búinn að svara spurningunni af hverju það er ekki til (allt svo í mínum huga í það minnsta) neitt andheiti við "staðreynd".


Að lokum þá mæli ég með Hot með Missy Elliot í Ratatat remix útgáfunni. Stórbrotið lag sem hefur haft mikil áhrif á mig og gefið mér innlifun í verk mín...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli