08 nóvember 2006

Eitt heitt

Mér þykir það svo óskiljanlegt þegar fólk er að láta plata sig upp úr skónum! Stundum er hægt að plata mann alveg grunlausan og í raun ekki hægt að ætlast til þess að fólk átti sig á því. Stundum er það hins vegar þannig að maður getur alveg sagt sér sjálfur að það sé verið að gabba mann. Til dæmis kemur alltaf reglulega í fréttum eitthvað um að fólk sé að fá tölvupósta héðan og þaðan með alls konar rugli. Það virðist alltaf vera eitthvað fólk sem fellur fyrir þessu. Til dæmis þá sendir einhver tölvupóst sem lítur út fyrir að vera frá einhverju þekktu fyrirtæki. Viðtakandinn er sagður hafa verið valinn til að vinna að markaðsmálum fyrir þetta fyrirtæki. Eina sem hann þarf að gera er að senda þeim upplýsingar um sig eins og t.d. bankanúmer. Nokkrum dögum síðar er búið að hreinsa allt af bankareikningnum.
Þykir fólki bara ekkert athugavert við að fá tölvupóst bara upp úr þurru þar sem manni er tilkynnt að maður hafi verið valinn í eitthvað sem maður bauð sig alls ekki fram í?

Mig langar líka að spyrja fólk hvaða skoðun menn hafa á frjálsum innflutningi vinnuafls?
Eru menn sammála ríkisstjórninni og öllum flokkunum nema frjálslyndum um að þetta sé bara allt í góðu, eða eru menn sammála málflutningi frjálslyndra? Það hafa allir skoðun á þessu. Það væri gaman að fá þína!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli