22 nóvember 2006

Fyrirsögn gleymdist

Það hefur fátt á daga mína drifið undanfarið. Meðal annars hef ég ekki riðið neinum feitum hesti svo dæmi sé tekið.

Ég fór ekki á 007 í gær. Það var nefnilega uppselt þegar ég birtist í kvikmyndahúsinu. Annað skiptið sem ég lendi í þessu á stuttum tíma! Síðast var stefnan tekin á Borat en endaði með Fearless. Alveg furðulegt ástand! Nú var ekki verið að finna upp bíóin í þessum mánuði! Það er samt alveg eins og þetta sé einhver nýjung þegar maður er að fara í bíó, allt svo hvernig fólk hegðar sér stundum! Það er ekki fyrr búið að hækka bíómiðann upp í 900 kr og menn muna bara ekki annað eins í bransanum!
Ef einhver er að lesa þetta sem hefur ítök í Smárabíó þá óska ég hér með eftir að sýningastjórarnir þarna fari að sinna starfinu af viti. Það er ómögulegt þegar maður er búinn að selja fasteignina og ætlar að gera sér dagamun og fara í bíó og þá er bara einhver hálfviti við stjórnvölinn! Síðustu tvö skipti í Smáralindarbóíi hef ég lent í því að menn eru ekki að sinna starfinu og hef ég horf á hálfa myndina (svoa 3-5 min) með tjöldin hálf dregin fyrir og myndin er eins og ég veit ekki hvað. Það voru t.d. búnar 5 min af Mýrinni þegar ég sá fyrsta andlitið. Ekki það að þau hafi ekki verið þarna einhverstaðar því nóg var að búkum. Þau bara hittu ekki á tjaldið...

Það eru gleðifréttir sem landsmenn eru að fá þessa dagana. Reyndar öll heimsbyggðin því menn í sjálfum Bandaríkjahrepp hyggjast hefja framleiðslu á gosdrykk sem hefur bragð grænna bauna! Djöfull hljómar það illa. Þetta hlýtur bara að vera vondur drykkur. Sama fyrirtæki framleiðir einmitt gosdrykk sem bragðast eins og kalkúnn með sósu, spergilkáli og sætum kartöflum.
Hljómar skárr. Reyndar myndi ég vilja sleppa spergilkálinu en það er önnur saga.

Ef ég fengi að ráða einni "bragðtegund" þá myndi ég velja annað hvort pylsu með öllu nema sinnepi og kókómjólk eða hreinlega hafa þetta almennilegt og velja Trölla með mikilli sósu, appelsín og Galaxy Caramel í desert. Það yrði klárlega besti gosdrykkur í heimi...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli