13 nóvember 2006

Get ekki meir

Alveg hreint óþolandi að fara í tíu-ellefu (búlluna) í dag og kaupa mjólk og brauð! Ekki nóg með að þetta er okurbúlla heldur var ekki neitt til. Allt brauð búið og til að toppa þetta þá eru þeir hætti að selja venjulegan ost. Hann var ekki nógu dýr fyrir námsfólkið sem býr á stúdentagörðum. Því brugðu þeir á það ráð að selja einungis ost í sneiðum því ekki er hægt að ætlast til þess að námsmenn hafi tíma til að skera niður ost eins og einhverjir hellisbúar!
Sem sagt, enn og aftur er ég hættur að versla í tíu-ellefu. Reikna ekki með að fara þangað aftur næstu tvo daga eða svo...

Ekki komust menn að neinni niðurstöðu hvað varðar málefni útlendinga. Menn skiptust á skoðunum á nokkuð málefnalegum nótum.

Er að spá í að enda þetta á fleygum orðum. Hver mælti þessi orð?
"Ég er. Þess vegna hugsa ég"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli