17 nóvember 2006

Geysilega sorglegt

Mér þykir mjög sorglegt að lesa fréttir eins og þær sem eru í fjölmiðlum núna frá Simbabve þar sem flón að nafni Robert Mugabe stjórnar landinu.
Lífslíkur kvenna hafa farið úr 65 árum niður í 30 ár á einum áratug, sem gerir minnstu lífslíkur í heimi og þessi "árangur" á einungis 10 árum.

2000% verðbólga

85% þjóðarinnar býr við fátækt

80% eru atvinnulausir

Talið er að um 3500 manns látist í hverri viku af völdum bágs ástands, alnæmis og ýmissa þátta sem tengjast þessu ástandi. Mun fleiri en t.d. í Afganistan eða Írak.


Þetta eru staðreyndir úr heiminum. Ég held að svona slæmar tölur hafi ekki einu sinni verið í Írak í valdatíð Saddam Hussein. Gerir einhver eitthvað í þessu? Það verður fróðlegt að sjá. Ég held ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli