15 nóvember 2006

Hvað þarf til?

Það er eitt sem mig langar til að ræða sem ég hreinlega skil ekki.
Þannig er mál með vexti að ég sá frétt í dag sem fjallaði um að blóðbankinn væri að verða innistæðulítill. Ég hugsaði með mér og hugsa enn að það væri kannski ekki vitlaust að fara bara og gefa blóð og reyna að fá einhvern með mér hreinlega! Í enda fréttarinnar kom fram að það blóð sem þau óskuðu helst eftir væri O og A blóð þó annað blóð væri líka vel þegið!
Þá fór ég að reyna að rifja upp í hvaða blóðflokki ég er, eins og ég hef gert svona þúsund sinnum, en viti menn ég hreinlega man það ekki.
Ég er með blóðgjafaskírteini í bílnum þar sem það kemur fram í hvaða flokki ég er, þannig að ég get bara athugað það á eftir!
Hins vegar finnst mér bara óþolandi að geta ekki munað jafn einfaldan hlut og þetta!
Bara af því að ég nennti ekki að leggja þetta á minnið á sínum tíma þá missti ég hæfileikann til að muna í hvaða blóðflokki ég er (þetta er tilvalið masters verkefni fyrir sálfræðinema, hvernig stendur á þessu). Kannast ekki allir við það að geta ekki munað einhvern svona álíka einfaldan hlut að muna?
Allavega þá veit ég að hann Jóhann vinur minn Havarti Hermannsson nennti aldrei að leggja á minnið hvort hann væri fjarsýnn eða nærsýnn þegar hann var yngri. Í dag hefur hann tapað hæfileikanum til að muna það og þarf alltaf að athuga það ef hann er spurður!!!

Ég krefst þess að einhver útskýri hvað málið er og ef það er ekki til útskýring þá hlýtur þetta að vera rannsóknarefni....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli