11 desember 2006

Nýjung

Það er einhver bölvaður foli í bloggara kerfinu mínu. Það vildi þannig til að þegar ég ætlaði að fara að logga mig inn og blogga aðeins kom upp eitthvað dót og bauð mér að uppfæra bloggið mitt eitthvað voðalega fínt! Ég er að sjálfsögðu svo mikið fyrir nýjungar að ég ákvað að slá til. Að sjálfsögðu er þetta bara "beta" útgáfa eða prufuútgáfa á íslensku sem þýðir að það er alltaf eitthvað að klikka. Það sem klikkaði hjá mér er að kommenta kerfið er úti. Ég set því á vara-kommentin til að byrja með og laga hitt þegar ég hef tíma til þess! Enda hefur ekkert verið brjálað að gera í kommentunum síðustu daga þannig að þetta ætti ekki að koma að sök. Reyndar er þetta ekki besta leiðin til að reyna að virkja kommentin en það er annað mál!

Ég ætlaði að koma hingað inn og skrifa örstutt eitthvað stórmerkilegt sem ég er að sjálfsögðu búinn að gleyma fyrir löngu núna. Það kemur bara síðar í staðinn. Er á fullu í prófum þessa stundina þannig að þetta verður að duga í bili.

kiss kiss

2 ummæli:

  1. gangi ter alveg rosalega vel i profunum
    - Helen

    SvaraEyða
  2. GÓÐA skemmtun úti og gleðinleg jól knús frá frænku

    SvaraEyða