01 desember 2006

Skemmts er frá því að segja

Viti menn. Það tók mig einungis 1/4 úr sólarhring eða rétt rúmlega 6 klst að segja mig úr flokknum. Fyrir morgunkaffi á miðvikudaginn var ég búinn að fá svar um að ég væri ekki lengur í flokknum og mér var þakkað fyrir stuðning minn í gegnum tíðina og með von um þennan sama stuðning í framtíðinni.
Svo mörg voru þau orð.
Það má segja að þetta hafi eiginlega skemmt fyrir mér allt planið sem ég var með! Nú þarf ég eiginlega að finna mér einhver önnur félagasamtök til að segja mig úr.
Veit einhver um eitthvað félag sem er hugsanlega hægt að leggja nafn sitt við og getur reynst erfitt að segja sig úr? Frímúrarareglan telst ekki með:)

Annars fór ég í blóðbankann. Fyrst í gær og svo aftur í dag.
Í staðinn fyrir að fagna því að fá Þingeyskt blóð í O+ (sem er víst besti flokkurinn) þá tjáðu dömurnar mér að það væri ekki víst að O+ á Húsavík væri líka O+ í Reykjavík. Því þurfti ég aftur að fara í prufu og allt það ves. Það kom líka eitthvað inn í að það er ekki búið að samtvinna starfsemina og eitthvað svoleiðis rugl.
Ég mátti sem sagt mæta aftur í dag til að gefa nokkra dropa. Ég ætla bara að vona að ég sé enn þá í O+. Má mæta aftur eftir 2 vikur og dæla á fullu þá. Spurning hvort ég hafi efni á því eftir tvær vikur. Maður verður náttúrulega á fullu að læra fyrir próf. Spurning hvort maður missi einhverja nýja vitneskju sem hefur óvart lent í blóðrásinni! Maður hreinlega spyr sig.

Það var eiginlega ekki meira í bili. Jú kannski að bæta því inn að mér þykir frábært að sami flokkur og talaði sem mest um óreiðu í fjármálum borgarinnar á tíma R listans er núna á nokkrum dögum búinn að selja Landsvirkjun á gjafprís til ríkisins og einnig búið að borga Slaufa (Kjartani Gunnarssyni) rúmar 200 millur fyrir land sem hann bauð borginni fyrir 130 millur fyrir nokkrum mánuðum! Mjög sérstakt að borgarbúar séu að borga starfslokasamning sjálfstæðisflokksins og Slaufa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli