06 desember 2006

Það var og

Mér kross brá þegar ég las emmbéell (mbl) áðan!
Bretarnir ætla víst að rannsaka dauða Lítvínenkós, fyrrum njósnara KGB sem dó einmitt fyrir skemmstu. Það fannst víst í líkama hans efni sem heitir pólóníum-220.
Það var víst í svo miklu magni að það er ekki á færi hvers sem er að verða sér út um þetta magn! Það kemur því skemmtilega á óvart að þeir skuli ætla að rannsaka málið sem morðmál!

Á einhver fullt af dagsljósi handa mér? Hef ekki séð svoleiðis svo vikum skiptir. Mér skilst að það sé hægt að fá svoleiðis í lampaformi þ.e. borðlampa sem gefur frá sér "dagsljós". Mig vantar svoleiðis við fyrsta tækifæri! Spurning hvort við séum komin með efni í jólagjöf?

...svo ætla ég að gefa Þrastavinafélaginu sem pabbi þinn stofnaði 500 þúsund.
En hvað um mig? Hvað um okkur mamma?
Við höfum hvort annað!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli