10 janúar 2007

Eru tungumál orðin óþörf ?

Nú stefnir í að á næstu vikum verði það hreinlega óþarfi að kunna erlend tungumál. Tækninni fleygir svo fram að áður en maður veit af verður þýðingarvél orðin innbyggð í gsm símann.
Ekki með einhverri vélrænni tölvurödd heldur bara þinni eigin rödd. Maður hreinlega forritar græjuna með sinni eigin rödd, með því að lesa inn ákveðin orð sem innihalda alla helstu breytileika Íslenskrar tungu og kabúmm. Japanska, færeyska, spænska, smámælska og hvað þetta heitir. Ekkert vandamál. Ok, kannski smá ýkjur með að þetta komi á næstu vikum en þetta verður kláralega eitthvað sem mín kynslóð á eftir að upplifa.
Því legg ég hér með til að tungumálakennslu verði hér með hætt á öllum skólastigum og að menn reyni að beina kröftunum í eitthvað annað.


Heimildir: Andri Valur Ívarsson og hans hugarburður

Engin ummæli:

Skrifa ummæli