29 janúar 2007

Fyrirsögn kannski!

Ég er búinn að næla mér í alvöru kvef! Hef ekki undan við að snýta mér. Ég spyr bara eins og maðurinn: "hvaðan kemur allt þetta hor?"

Mikil umræða á sér stað þessa dagana um svokallaða barnagirnd. Menn sem eru tilbúnir til að leggjast með mjög ungum stúlkum og "kenna" þeim eins og þeir hafa svo gjarnan orðað það.
Ég las á Vísi.is útprent af samtölum þessara manna, sem komu fram í Kompás á sunnudaginn síðastliðinn. Þetta virðist vera sama brenglunin og ranghugmyndirnar hjá öllum þessum mönnum. Allir segjast þeir vera bara nokkuð flottir, myndarlegir, með stóran félaga, góðir í rúminu og svo framvegis. Allir bjóðast þeir til að kenna ungri 13 ára stelpu. Sýna henni hvernig almennilegt kynlíf hljómar.
Ég veit það ekki. Mér finnst einhvern veginn allt öðru vísi þegar 13 ára stelpa fer inn á svæði þar sem aldurstakmarkið er 18 ár, eingöngu til að freista manna.
Þetta eru voðalega erfið mál að eiga við. Voru allir mennirnir að gera þetta eða eitthvað álíka, í fyrsta skiptið? Hefðu þeir gert eitthvað álíka (eða ætlað sér þar sem leikurinn fór aldrei alla leið) ef þeirra hefði ekki verið freistað? Margar svona spurningar vakna.
Hins vegar má alveg hrósa Kompás fólkinu fyrir gott og þarft starf. Þessir þættir hafa vakið upp mikla þjóðfélagslega umræðu, þeir stóðu margdæmdan barnaníðing, sem er enn þá að afplána fyrri dóma að verki og svo framvegis.
Ég veit það ekki. Mér þykir bara ekki sami hluturinn þegar menn annars vegar brjótast inn í banka og stela pening eða hins vegar þegar menn detta niður á skjalatösku fulla af peningum og hirða hana. Þetta eru kannski ekki full sambærileg dæmi en ætti þó að skýra eitthvað.

Að lokum þá segja fréttirnar okkur að allir sem ekki reykja og hafa ekki löngun til þess séu heilaskemmdir! Sjá hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli