12 janúar 2007

Reykhólasveit

Fór vinnuferð í dag vestur í Reykhólasveit. Það var fínt að komast í sveitina. Ég fann aðeins fyrir "borgar-hroka" hjá einstöku manni þarna fyrir vestan. Svona svipað og þegar ég fer norður á Húsavík. "Borgar-hroki" er, fyrir þá sem ekki fatta, hroki landsbyggðamanna gagnvart öllu/flestu og öllum/flestum sem kemur úr borginni góðu. Ég upplifi þetta iðulega þegar ég er á Húsavík. Margir sem amast út í hitt og þetta sem úr borginni kemur og hafa ekki mikla trú á því.
En þannig að það sé á hreinu þá var þetta mikill minnihluti fólksins sem var annars með eindæmum ágætt eins og landsbyggðarfólki sæmir.
Enn og aftur uppgötvaði ég hvað ég get verið tungulipur þegar kemur að því að sannfæra fólk um eitt og annað. Óánægðir viðskiptavinir verða oftar en ekki perlu vinir mínir eftir að hafa fengið smá "trítement" a la Andri. Bara einföld sálfræði og kabúmm! Allir glaðir eins og lagið góða heitir.
Tók nokkrar myndir. Hér kemur sýnishorn. Allt tekið úr WW Fox á ólöglegum hraða.
Já það er barasta nokkuð fallegt þarna fyrir vestan. Ljótt að segja það en ég hef aldrei komið svona langt vestur fyrir áður! Það er klárlega á döfinni við næsta tækifæri.

Yfir og út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli