08 janúar 2007

Sýnileg löggæsla

Fyrir skömmu var fjallað um nýjan herforingja hjá lögreglunni í Reykjavík. Gott ef hann bara ekki titilinn yfirlögreglustjóri eða eitthvað í þá áttina.
Hann rölti um bæinn blýsperrtur í löggumannabúningnum sínum og heilsaði upp á góðkunningja lögreglunnar. Menn eins og Sævar "sjálfselska" og Lalla utanborðsmótor.
Hann tjáði löndum sínum það að hann ætlaði að gera lögregluna sýnilegri í henni Reykjavík. Meðal annars með því að hann fékk sér eitt stykki lögreglubíl til að keyra í og úr vinnu. Það eykur jú sýnileikann á götunum.
Þetta minnti mig á leik Valgerðar hérna um árið (var það ekki örugglega hún?) að setja pappalöggur á Reykjanesbrautina.
Ég veit það að nýi lögreglustjórinn er ekki lögreglumenntaður, heldur er hann lögfræðingur.
Því langar mig að vita hvort hann megi hreinlega ganga í störf lögreglumanna, þ.e. hvort hann mætti t.d. taka e-n fyrir of hraðan akstur eða eitthvað slíkt?
Hugsanlega má hann það og ef ekki þá er örugglega lítið mál fyrir hann að verða sér út um það sem þarf. Það er nóg af lögreglumönnum sem hafa einungis nokkra daga þjálfun að baki þannig að hann myndi væntanlega skella sér á svoleiðis.
Hins vegar verður það fróðlegt að sjá (fáum reyndar örugglega aldrei að sjá það né heyra af því) hvort hann komi til með að beita sér gegn lögbrjótum landsins eða hvort þetta snúist bara um "sýnileika" eins og mig grunar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli