25 janúar 2007

Upprifjun

Fyrir ykkur sem horfðuð á Kompás og sáuð þar níðinginn Ágúst Magnússon með einbeittan brotavilja get ég upplýst ykkur um eitt!!! Hann var að vinna í sjoppunni í Vatnaskógi þegar ég fór þangað um árið. Ég og Haukur Rúnar æskuvinur minn fórum þangað og dvöldum þar um misseri. Ég verð nú að viðurkenna það að ég man nú lítið eftir þessum manni. Meira svona að ég veit að hann var þarna á sama tíma og ég.
Hins vegar á ég margar frábærar minningar úr Vatnaskógi. Skógarmaraþon, stríðsleikur, fótbolti, fluguhnýting og svona gæti ég lengi talið. Sístu minningarnar eru klárlega bænastundirnar og kirkjuferðirnar. Alls ekki leiðinlegar, meira svona minnst skemmtilegar. Boðskapurinn var óskaplega fallegur og góður og trúi ég því að maður verði betri maður af svona boðskap, sama hvort maður trúi á Guð eða ekki eða á hvaða Guð maður trúir.
Verst að þetta var fyrir tíma stafrænna myndavéla og myndavéla-farsíma og þess háttar hluti því allar minningarnar eru fastar í höfðinu. Með öðrum orðum þá þætti mér gaman að eiga myndir frá þessu tímabili.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli