21 janúar 2007

Vitur eftir á

Hvað er málið með íslenska stjórnmálamenn?
Eru einhverjir þegnar þjóðfélagsins, aðrir en stjórnmálamenn, sem komast upp með að gera einhver afglöp og segja síðan: "það er auðvelt að vera vitur eftir á" ?
Ég held nefnilega ekki!
Víða þá tíðkast það að stjórnmálamenn segja af sér ef þeir sinna ekki starfinu sínu eins og til er ætlast. Á Fróni segja menn bara þessa lykil setningu og benda hugsanlega á aðra og þá er málið leyst.
Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á því þá er ég með einn mann sérstaklega í huga núna. Sá heitir Birkir Jón og er þingmaður Framsóknarflokksins. Á sínum tíma stimplaði hann, sem aðstoðarmaður ráðherra, skýrslu sem fjallaði um fjármál Byrgisins, sem trúnaðarmál og stakk henni ofan í skúffu. Nokkrum árum síðar er hann í fjárlaganefnd og tekur þátt í að úthluta Byrginu hundruð milljóna. Með smá rökhugsun og heilbrigðri skynsemi hefði áður nefndur Birkir Jón getað athugað hvernig málin stæðu og þá líklega getað stöðvað þessa vitleysu mikið fyrr.
Birkir Jón ber ekki alla ábyrgð á þessu máli, alls ekki. Hann hins vegar vann ekki vinnuna sína og ætti því, að mínu mati, að axla ábyrgð. Það gerir hann bara ekki. Segist hugsanlega hafa gert mistök en það hafi svo margir aðrir gert líka. Hann hafi treyst á að aðrir myndu bara redda þessu!

Aðeins um Guðmund í Byrginu. Ég mæli með því að þetta myndband verði sýnt í opinni dagskrá í sjónvarpinu. Ekki það að þetta er viðbjóður að horfa á, bara svo fólk geti myndað sér almenna skoðun á þessu! Mér finnst til dæmis mjög erfitt að ímynda mér eftir að hafa stiklað hratt í gegnum myndbandið að þetta hafi verið nauðgun og að honum hafi verið byrluð smjörsýra!

Væri líka fróðlegt að heyra í gapuxunum sem hrópuðu sem hæst eftir Kompás þáttinn. "Mannorðs morð" og ég veit ekki hvað og hvað.
Hvernig væri málið núna ef Kompás hefði ekki fjallað um þetta?
Guðmundur væri hugsanlega NÚNA með 9 volt í kúlurnar og eitthvað dót upp í anus. Allt í boði íslenska ríkisins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli