22 febrúar 2007

Þetta er alveg með ólíkindum!

Öfgasinnaður armur femínista á Íslandi hefur haft sigur í svokölluðu "klám-þings máli".
Eigendur Hótel Sögu, Bændasamtökin, ákváðu í dag að þeir gætu ekki tekið við hópi fólks sem tengist, á og rekur heimasíður á netinu sem birta og framleiða klám.
Rökin? Jú þetta fólk vinnur vissulega við eitthvað sem er löglegt í þeirra heimalandi. Menn hafa ekkert í höndunum sem sýnir á nokkurn hátt að þetta fólk hafi nokkurn tímann gert eitthvað ólöglegt. En þeir hefðu hugsanlega brotið lögin hérna á Íslandi og það er nóg.

Frelsið hefur tapað og fasisminn unnið!


Það má líka benda á það eins og einhver benti á að þetta sama hótel hýsti leiðtoga Kínaveldis þegar hann kom til Íslands um árið ásamt fylgdarliði. Mannréttindabrot sem kommúnistaflokkurinn í Kína hefur á bakinu eru geysilega mörg.

Enn og aftur vil ég undirstrika það að ég er ekki að taka upp málstað klámsins! Klám er vafasamur iðnaður, svo ekki sé meira sagt, og þar þrífst allskonar viðbjóður og misnotkun.
Það er forræðishyggjan sem mér líkar ekki! Hvað kemur næst?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli