26 febrúar 2007

Rommý

Fékk mér Rommý í dag! Asskoti gott súkkulaði stykki.
Annars er það svo sem ekki frásögum færandi nema hvað fyrir mér rifjaðist upp saga úr den tid!
Hún var þannig að ákveðinn feiminn frændi minn var á sínum yngri árum á einhverju flakki í Kelduhverfi og kom við í sjoppunni í Ásbyrgi til að fá sér eitthvað í gogginn.
Þegar hann fær afgreiðslu segir hann "Eru þetta ný Rommý?". Konan röltir að rekkanum og nær í níu Rommý og skellir þeim á borðið!
Hann þorði að sjálfsögðu ekki annað en að borga! Sagði að þetta hefði verið fín veisla...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli