08 febrúar 2007

Spilltir pólitíkusar

Björn Ingi Hrafnsson er 100% af framsóknarmönnum í borgarstjórn.
Hann er einn en hinir eru sjö.
Hann fékk 4056 atkvæði.
Hinir fengu 27.823 atkvæði.
Samt skiptu þeir öllu 50/50 eins og sagt er.
Reyndar fékk Villi "sætið" en Bingi og félagar fengu fullt af nefndum og ráðum.
Þegar sumum þótti óeðlilegt hvernig Bingi og hans menn voru að raða sér inn í nefndir og ráð og störf sem "sköpuðust" þótti Binga (og öðrum framsóknarmönnum) það ekkert óeðlilegt.
Frægt dæmi er þegar Óskar Bergson var ráðinn til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Fyrir það átti að hann að þiggja laun sem voru rétt fyrir ofan sultarmörk. Þegar umræðan var orðin of hávær bakkaði hann út. Engu að síður var þetta mjög málefnalega gert og að þessu staðið. Það voru bara hinir sem skildu það ekki.
Svona atriði eru óendanlega mörg upptalningar innan framsóknar. Spillingin og ógeðið sem hefur grosserað þarna er hreint með ólíkindum.
Fyrir skömmu fór Bingi til London í boði KB banka. Með leigu þotu, gist á hóteli, farið á fína staði, skoðað hitt og þetta og svo framvegis. Binga þótti ekkert athugavert við þetta ferðalega þegar fjölmiðlar spurðu hann út í þetta. Hann er jú með debetkort frá KB banka og því getur enginn sagt neitt við því að bankinn bjóði honum í svona "svall". Bara þannig að það sé á hreinu þá fór hann ekki í þessa ferð sem stjórnmálamaður, pólitíkus og svo framvegis. Hann fór sem Björn Ingi, viðskiptavinur KB.
Svona lagað þykir mér óeðlilegt. Mér þykir óheppilegt þegar stjórnmálamenn eru að þiggja hitt og þetta frá fyrirtækjum, þó svo að menn lýsi því yfir að þeir séu ekki að gera þetta á pólitískum forsendum.
Það eru svo mýmörg dæmi um svona lagað sem stjórnmálamenn komast upp með. Framsóknarflokkurinn er ALLS ekki sá eini. Hann er hins vegar verstur af öllum þegar kemur að spillingu.
Læknar hafa sér reglur þegar kemur að "kynningaferðum" í boði lyfjafyrirtækja. Ef ég man rétt mega þeir fara 1 sinni á ári (eða tvisvar, man þetta ekki nákvæmlega) í boði lyfjafyrirtækja, í ferðir þar sem lyfjafyrirtækin eru kynnt. Mér þykir það alveg jafn óeðlilegt!
Hvað eru fyrirtækin að gera annað en að hafa áhrif á val læknanna eða stjórnmálamannanna?
Hvað ræður því hvaða lyfi læknir ávísar þegar það koma kannski 3-5 til greina? Ávísar hann frumlyfinu eða ávísar hann ódýrasta lyfinu?

Þegar stórt er spurt...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli