20 mars 2007

Furðulegt

Margt þykir mér furðulegt í þessum heimi. Til að mynda bara aðeins að glugga í blöðin og þá sér maður margt skrítið. Dæmi:

Í einu blaðinu er fyrirsögnin: "Fiskur ratar æ sjaldnar á disk unga fólksins". Þar er fjallað um minnkandi fiskneyslu landans og þá sérstaklega yngra fólks.
Nokkrum blaðsíðum síðar kemur fyrirsögnin:"Leiguverð á þorski komið í 190 krónur". Þar kemur fram að leiguverð á þorski hafi aldrei verið hærra!
Af hverju voru þessar fyrirsagnir ekki bara á sömu blaðsíðu og þá hefði málið verið mikið einfaldara. Hugsanleg svar við minnkandi fiskneyslu er einfaldlega að það að fiskur jaðrar við að vera munaðarvara, svo hátt er verðið.

"Fullorðna fólkið" hefur uppgötvað bloggið. Ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar þá er það mikill misskilningur hjá þessu fólki að bloggið sé eitthvað glænýtt fyrirbæri sem hafi komið fyrst á sjónarsviðið um áramótin. Það liggur við að sumur nýlendubloggarar haldi þessu fram. Svo ánægðir eru þeir með sjálfa sig og bloggið sitt.
Það er vert að taka það fram að yngra fólkið tók út þessa bólu fyrir nokkrum árum síðan. Þá byrjuðu "allir" með sitt eigið blogg, síðan þá hefur þetta eitthvað grisjast, menn hætt að nenna að fylgja þessu eftir.
Þegar "fullorðna fólkið" var að senda fax á milli vinnustaða með bröndurum þá sendi yngra fólkið dót á milli á spjallrásum. Þeir fullorðnu fóru síðan að nota tölvupóst en yngra liðið hélt áfram á netinu, spjallrásir, bloggsíður og svo framvegis.
Yngra fólkið er alltaf á undan þegar kemur að tækninni.
Það má geta þess að ég byrjaði að blogga um haustið 2002 (man ekki nákvæmlega hvenær sept-okt c.a.).

Smá viðbót kl 13:00
Það var eitt sem ég gleymdi að minnast á áðan, bæti því bara hérna fyrir aftan.
Það er nýyrðið "kynleiðrétting"!!!
Í fjölmiðlum nýlega var fjallað um að X margir Íslendingar hefðu farið í kynleiðréttingu síðastliðið ár.
Síðast þegar ég vissi var talað um kynskiptiaðgerð. Er það ekki nógu gott orð allt í einu eða?
Mér þykir oft miður hvernig fjölmiðlar eiga það til að nota einhver afbökuð orð og jafn vel orð sem veikja merkingu atburðarins. Sem dæmi þá hef ég áður fjallað um það að á Íslandi eru menn dæmdir fyrir manndráp eða að verða einhverjum að bana. Þegar fréttirnar berast yfir hafið er oftar en ekki talað um morð.
Á maður að tala um kynleiðrétta manneskju í dag frekar en kynskipting?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli