25 mars 2007

Hittingur í gær

Fór á geysilega skemmtilegan hitting í gær. Þar hittust nokkrir krakkar síðan úr 10.bekk á Húsavík. Þetta var allt saman mjög óformlegt. Fólki var bara flett upp í símaskránni og sent sms á þá sem eru þar skráðir. Hinir eru bara óheppnir.
Kvöldið heppnaðist gríðarlega vel. Vonandi verður þetta endurtekið fyrr en síðar. Setti inn nokkrar myndir frá kvöldinu undir myndaalbúm.

Njótið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli