02 mars 2007

Netöryggi

Nú hefur mikið verið skrafað um netöryggi í ýmsum fjölmiðlum. Það er mjög gott mál og veitir ekki af þar sem almúginn er upp til hópa ófær um að tryggja sitt öryggi í daglegu netamstri!
Það er hægt að fá frí forrit sem tryggja manni öryggi á netinu. Vírusvarnir, hreinsiforrit, eldveggi og hvað þetta heitir allt saman. Það er bara ekki málið. Það er nógu erfitt að koma fólki í skilning um gagnsemi vírusvarnarinnar. Ég veit ekki hvað ég hef oft lent í því, bæði í vinnunni og hjá vinum og kunningjum, að einstaklingurinn hafi enga vírusvörn í tölvunni og þegar ég spyr út í þetta þá er svarið: "ég er ekki búinn að vera með vírusvörn lengi og fæ aldrei vírus!!!".
Þetta er svona svipað og að horfa á sjálfan sig í spegli og segja ég er barasta ekkert lasinn, nema hvað að líkurnar á að fá vírus eru töluvert meiri en að verða lasinn.
Tölfræðilega sleppur enginn við að fá vírus sé sá hinn sami án vírusvarnar og er tengdur netinu í sólarhring.
En hvað varðar tölvuöryggi þá er oft talað um mikilvægi þess að hafa eldvegg og einnig að breyta lykilorðinu reglulega. Hafa helst flókið lykilorð með hástöfum og lágstöfum og táknum!
Gott og vel. Eldveggur gerir geysilega mikið gagn. Öll umferð frá tölvunni á netið fer í gegnum eldvegginn. Málið með eldveggi er samt það að fólk þarf að "kenna" eldveggnum sínum. Gefa hverju forriti "leyfi" á að tengjast netinu. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig á almennur notandi að vita hvaða forrit er t.d. innbyggt í stýrikerfið og hvað er vírus eða ormur? Hann gerir það ekki og hefur ekki fyrir því að leita t.d. á google. Því hefur eldveggur takmarkað notagildi fyrir þann almenna.
Með lykilorðin þá ætla ég alls ekki að draga úr þeirri nauðsyn að hafa lykilorðið "sterkt" eins og þetta er kallað. Það er að hafa eitthvað sem er ekki auðvelt að giska á.
Hins vegar þá hefur fólk verið að tapa lykilorðum t.d. að heimabanka með því að fá orma og vírusa og annað í tölvuna sem skrá niður allt sem er skrifað á lyklaborðið. Að því leyti hjálpar það manni ekki neitt hvort lykilorðið sé andri eða AnDrii_ValUr96 það er kemur niður á sama stað þegar maður þarf bara að gera copy/paste.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli