26 apríl 2007

Bibione

Nú fæ ég sem áskrifandi reglulega sendan tölvupóst með ferðatilboðum hingað og þangað um heiminn. Oftast berast tilboð með skömmum fyrirvara til vinsælla ferðamannastaða á meðal Íslendinga. Borgarferðir til Tallinn eða Prag og sólarferðir til Benidorm eða Krítar svo dæmi sé tekið. Í dag fékk ég ómótstæðilegt tilboð. Viku ferð til Bibione og gisting á lúxus hóteli. Fallegar strendur, iðandi mannlíf og afþreying af öllu tagi.
Þá fór ég að hugsa. Hvar í ósköpunum er Bibione? Er þetta eyja eða borg eða bær? Ég mátti gjöra svo vel og nota leitarvél til að afla mér upplýsinga um staðinn.
Fyrir ykkur sem hafið ekki hugmynd, þá er Bibione strandbær á SA-horni Ítalíu. Liggur að Adríahafi og stutt að landamærum Slóveníu.

Þetta var fróðleikur dagsins. Ég væri til í að ferðaskrifstofur myndu lauma þessum upplýsingum með í náinni framtíð. Svo við vitleysingarnir þurfum ekki að opinbera vanþekkingu okkar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli