27 apríl 2007

Fyndnasta frétt í heimi !

Var að skoða Vísir.is og sá þar frétt sem fékk mig til að hlægja mig máttlausan.
Þannig er mál með vexti að einhver óprúttinn aðili í Japan flutti inn lömb frá Eyjaálfu, snyrti þau og gerði fín og seldi þau síðan sem púðluhunda. Talið er að allt að tvö þúsund lömb hafi verið seld með þessum hætti. Atvikið komst ekki upp fyrr en japönsk leikkona sýndi mynd af "hundinum" sínum í spjallþætti þar í landi og kvartaði í leiðinni yfir því að "hundurinn" gelti ekki og leit ekki við hundamat!

Ég verð bara að viðurkenna það að mér þykir þetta einstaklega fyndið! Lambaspörður um alla íbúð og hundur sem jarmar.

Fréttina má lesa hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli