16 apríl 2007

Ég verð bara að tjá mig

Eins og flestir, sem fylgjast með fjölmiðlum, vita voru ákveðin mótmæli í gangi á Föstudaginn langa síðastliðinn. Þar fór hópur manna frá félagi er kallar sig Vantrú, fyrir bingói. Ástæðan var sú að Föstudagurinn langi er frídagur og gilda ákveðin lög um þennan dag þar sem meðal annars kemur fram að eftir kl 15-16 (c.a.) þá mega kvikmyndahús hefja sýningar. Þessi lög telja í grófum dráttum upp hluti sem má gera og aðra sem má ekki gera. Eins og bingó. Þessu vildu Vantrúarmenn mótmæla. Þeirra skoðun er sú að árið 2007 sé alveg hægt að hafa almenna frídaga, án einhverra úreltra reglna.
Síðan þá hafa margir komið fram og hrópað hátt. Guðmundur Steingríms í Bakþönkum, Pálmar Péturs, fullt fullt af öðrum bloggurum og nú síðast leiðarapistill í Vesturbæjarblaðinu. Allt þetta fólk hrópar sömu köllin. Veltir fyrir sér af hverju Vantrúarmenn gátu ekki bara verið að vinna þennan dag og leyft hinum að iðka trú sína í friði? Þetta er svo vitlaust að hingað til hef ég ekki nennt að skrifa um þetta. Hins vegar fékk ég nóg ritsjóri Vesturbæjarblaðsins sá ástæðu til að skrifa þetta í blaðið.

Það sem menn eru að benda á er hversu heimskuleg þessi lög eru. Það var enginn að kvarta undan því að geta ekki unnið vinnuna sína. Það væntanlega flestir sáttir við að fá aukafrí reglulega frá vinnu og/eða skóla. Hins vegar hljóta menn að sjá hversu vitlaus þessi lög eru. Þú getur farið í bíó og horft að Bruce Willis drepa hundruð manna en þú mátt ekki spila bingó?

Með þessum rökum er hægt að benda á frídag verslunarmanna. Eina fólkið sem er að vinna þennan þunna mánudag er verslunarfólk. Er það ekki svolítið sérstakt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli