30 apríl 2007

Kjaftaskur


Rambaði inn á fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur á stöð 2 í gær. Ein fréttaskýringin fjallaði um frasa sem hefur náð töluverðri útbreiðslu í Bandaríkjunum. Frasinn var stop snitching sem þýðir hreinlega ekki kjafta frá og vísar til þess að fólk eigi ekki að vinna með lögreglunni og bera vitni. Frasinn hefur náð töluverðum vinsældum meðal blökkumanna og gerir lögreglunni erfiðara fyrir við glæparannsóknir. Ef menn verða vitni að morði eða nauðgun eiga þeir að þegja. Þetta er gjarnan umfjöllunarefni í lögum frægra rappara.

Rætt við lögreglustjóra sem tók sem dæmi að þegar lífvörður Busta Rhymes var skotinn til bana. Hann fullyrti að í það minnsta 25 vitni hefðu orðið að árásinni. Engin hefur borið vitni og málið því enn óleyst. Busta sjálfur sýndi enga samvinnu við rannsókn málsins. Hann bjó hins vegar til lag til minningar um lífvörðinn.

Svipaða sögu er að segja af öðrum frægum röppurum til dæmis Tubac Shakur og Notorius B.I.G. sem báðir voru skotnir til bana fyrir framan fjölda vitna. Bæði málin eru óleyst.
Núna er þetta orðinn vítahringur. Að kjafta ekki frá er almennt orðið viðurkennt í lágstéttum blökkumanna í Bandaríkjunum. Fólki treystir ekki lögreglunni sem er að einhverjum hluta lögreglunni sjálfri og starfsaðferðum hennar að kenna.
Rapparar halda áfram að breiða út boðskapinn í myndböndum sínum. Ef rappari er skotinn, en lifir af, eykst plötusalan. Ef hann segir lögreglunni hver skaut hann þá má hann gjöra svo vel að finna sér nýja vinnu. Samfélagið viðurkennir hreinlega ekki kjaftaska. Ekkert flóknara en það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli