17 apríl 2007

Mitt innlegg í umhverfisvernd

Nú er að komast í tísku að vera grænn. Þykja vænt um umhverfið og vilja leggja sitt af mörkum. Allir nema helst hægri-dindlarnir eru hræddir við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Hægri-dindlar segja að þetta séu bara eðlilega sveiflur sem maðurinn hefur ekkert með að gera. Benda síðan á heimildamynd því til "sönnunar".
Allavega þá ætla ég að leggja mitt að mörkum og koma með hugmynd.

Hugmyndin er sú að fólk kaupi sér teflonhúðað salerni sem tekur ekki við bremsuförum. Með því losnar maður við að gera "lendingapall" til að dempa skvassið. Á klósettið setur maður síðan Hyundai salernissetu sem þrífur og þurkar botninn.
Með þessum aðgerðum er nánast hægt að útrýma þörf fyrir klósettpappír og vatnsnotkun salernistækja minnkar töluvert.

Hyundai salernisseta

Býður einhver betur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli