17 apríl 2007

Nú þarf eitthvað að breytast

Ótrúlegur atburður í Bandaríkjunum. Mjög sorglegt. Þetta er eitthvað svo óskiljanlegt, maður veit bara ekki hvað manni á að finnast.
Það er alveg ljóst að mínu mati að eitthvað þarf að breytast í sambandi við byssueign kanans!
það hlýtur að vera ljóst að það er ekki lengur hægt að verja þessa almennu byssueign með því að hrópa um eitthvað frelsi. Það getur bara ekki gengið lengur að menn geti farið inn í næstu byssubúð og keypt sér sjálfvirkar hríðskotabyssur. Í ofanálag keypt skot í þúsundavís til að geta varið sig ef hætta steðjar að.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli