23 apríl 2007

Virkar dómskerfið sem skildi?

Eftir að hafa lesið þennan dóm velti ég því fyrir mér hvort dómskerfið okkar virki sem skildi?
Í fljótu bragði voru málavextir þeir að maður var tekinn tvisvar af lögreglunni með nokkurra daga millibili. Í þessi tvö skipti gerði lögreglan upptæk tæp 100 grömm af hassi, rúm 13 grömm af amfetamíni, 1 skamt af LSD og hlaðna skammbyssu og loftbyssu. Í síðara brotinu stöðvaði lögreglan hann fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Við rannsókn á skammbyssunni kom í ljós að hún var hlaðin tveimur púðurskotum og tveimur venjulegum skotum. Rúlettu byssa og var skotunum raðað þannig að fyrstu tvö skotin hefðu verið venjuleg en næstu tvö púðurskot! Hversu heimskulegt er það samt?

Dómsniðurstaðan er sú að maðurinn þarf að greiða tæplega 200 þúsund krónur í sakarkostnað en sakarkostnaður upp á rúmar 400 þúsund fellur niður. Það er vegna þess að maðurinn var ekki dæmdur fyrir að eiga öll þessi fíkniefni. Það vildi svo óheppilega til að hann var ekki á eigin bíl og neitaði að eiga efnin. Því var ekkert hægt að sanna á hann.
Að lokum fékk maðurinn 60 daga fangelsi skilorðsbundið til 2 ára. Sem þýðir á mannamáli að hann þarf aldrei að afplána þessa 60 daga.
Aldrei var minnst á rauða ljósið enda er það bara fyrir einhverja smáborgara að greiða sekt fyrir svoleiðis verknað!

Af þessu er hægt að læra ýmislegt.
Dópsalar taki sér bílaleigubíl og þá eru þeir stikkfrí þegar fíkniefni finnast í bílnum þeirra.
Menn fá góðan magnafslátt þegar þeir brjóta af sér. Því er best að brjóta sem mest af sér í einu og fá hlægilegan dóm í staðinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli