23 maí 2007

Blýsteik

Ég má til með að segja frá blýsteikinni sem við Birkir Vagn grilluðum á laugardaginn síðasta! Reyndar keypti ég hana og Birkir grillaði en engu að síður var það gott teymi sem við mynduðum.
Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er blýsteik annað nafn yfir hrefnusteik.
Keypti kryddlegið kjöt á Sægreifanum. Grillað létt á öllum hliðum. Köld piparsósa og bakaðar kartöflur. Frábær máltíð. Mæli með þessu.

Ég greip með mér einblöðung frá félagi hrefnuveiðimanna. Þar voru ýmsar uppskriftir sem væri gaman að prufa við tækifæri. Meðal annars eru uppskriftir að piparsósu og sveppasósu. Þær eru nákvæmlega eins, mjólk, rjómi, sveppir, kjötkraftur og allt þetta helsta sem þarf til að gera góða sósu. Eini munurinn er sá að í piparsósunni er "dass" af sítrónupipar.
Þá vitið þið það. Smá sítrónupipar breytir sveppasósu í piparsósu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli